Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, samdi við lið Kerala Blasters í fyrra fyrir tímabilið í Indlandi.
Berbatov var fenginn til félagsins af fyrrum markverði Liverpool, David James en þeir náðu alls ekki vel saman.
Berbatov fékk á endanum nóg og gagnrýndi aðferðir James á Instagram síðu sinni áður en hann yfirgaf félagið.
Sandesh Jhingan, fyrirliði Kerala Blasters, hefur nú tjáð sig um Berbatov og er ljóst að hann er ekki mikill aðdáandi.
,,Við keyptum Berbatov og það gekk ekki svo vel. Hann var ekki nógu mikill maður til að tala fyrir framan þjálfrann og notaði Instagram,“ sagði Jhingan.
,,Ef þú ert maður þá stenduru upp og talar. Ég hef ekki mikið að segja um þetta. Hann gerði það sem hann þurfti.“
,,Hann kom hingað og gerði sitt besta en þetta var ekki að virka fyrir okkur né hann. Við þurfum bara góða leikmenn.“