fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

Klopp búinn að breyta um skoðun – Ætlaði aldrei að kaupa svona dýra leikmenn

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. júlí 2018 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tjáði sig um félagaskipti Paul Pogba á sínum tíma er hann var keyptur til Manchester United á 100 milljónir punda.

Klopp sagði þá að hann væri öðruvísi en aðrir og að hann myndi ekki eyða svo miklu í leikmenn jafnvel þó hann gæti það.

Klopp hefur nú keypt Virgil van Dijk á 75 milljónir punda og markvörðinn Alisson á 67 milljónir punda. Skoðun hans hefur því aðeins breyst.

,,Er ég búinn að breyta um skoðun? Já, það er betra að breyta um skoðun en að hafa enga skoðun,“ sagði Klopp.

,,Það skipti ekki máli hvaða kjaftæði þú segir, enginn mun gleyma því. Það er enn smá til í því sem ég sagði.“

,,Ég gat ekki ímyndað mér að fótboltaheimurinn myndi breytast svona. 100 milljónir punda var ótrúleg tala en síðan þá hefur heimurinn breyst.“

,,Við keyptum dýrasta markvörð sögunnar og svo munu aðrir gera góð kaup.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Í gær

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Eru við það að skrifa undir risasamning við nýjan styrktaraðila

Eru við það að skrifa undir risasamning við nýjan styrktaraðila
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið