fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Tíu HM stjörnur sem gætu farið annað í sumar – Ensk lið með augun opin

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir leikmenn sem spiluðu á HM í sumar sem eru orðaðir við brottför frá sínum félagsliðum í sumar.

Félagaskiptaglugginn í Evrópu er galopinn og verður það þar til í lok ágúst í flestum stærstu deildunum.

Glugginn lokar þó í byrjun ágúst fyrir lið í ensku úrvalsdeildinni eftir reglubreytingar. Glugginn lokar fyrir fyrstu umferð mótsins.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn færa sig um set í sumar en the Daily Mail tók saman tíu stjörnur sem gætu farið annað.

Hér fyrir neðan má sjá þá tíu leikmenn.

Ivan Perisic (Króatía/Inter Milan)

Perisic var flottur fyrir Króatíu á mótinu í sumar en liðið hafnaði í öðru sæti mótsins. Manchester United hefur mikinn áhuga.

Eden Hazard (Belgía/Chelsea)

Hazard hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður Chelsea síðustu sex ár. Gaf það út á dögunum að hann væri opinn fyrir því að fara til Real Madrid.

Thibaut Courtois (Belgía/Chelsea)

Courtois fékk gullhanskann á HM fyrir frammistöðu sína á mótinu. Er einnig sterklega orðaður við Real líkt og landi sinn, Hazard.

Ousmane Dembele (Frakkland/Barcelona)

Dembele var í varahlutverki hjá Frökkum í sumar og þótti ekki standa undir væntingum hjá Barcelona á síðustu leiktíð. Hann kom frá Dortmund fyrir 135 milljónir punda á síðasta ári.

Alisson (Brasilía/Roma)

Markvörðurinn er stanslaust orðaður við önnur lið en bæði Liverpool og Real Madrid hafa sýnt honum áhuga. Hefur staðið sig vel á Ítalíu og er aðalmarkvörður Brassa.

Domagoj Vida (Króatía/Besiktas)

Þessi 29 ára gamli leikmaður er sagður vera á óskalista Liverpool. Var sterkur við hlið Dejan Lovren í vörninni á HM.

Cristian Pavon (Argentína/Boca Juniors)

Pavon er búinn að skrifa undir nýjan samning við Boca en það gæti verið til þess að fá meiri pening fyrir hann í sumar. Arsenal hefur sýnt kantmanninum knáa áhuga.

Juan Quintero (Kólumbía/Porto)

Quintero vakti verðskuldaða athygli á HM í sumar og var einn allra besti leikmaður Kólumbíu. Hefur spilað með River Plate í Argentínu á láni frá Porto. Hann getur yfirgefið Portúgal fyrir 22 milljónir punda.

Aleksandr Golovin (Rússland/CSKA Moskva)

Talið er að þessi 22 ára gamli leikmaður sé á leið til Chelsea. Rússar komust í 8-liða úrslit HM og spilaði Golovin stórt hlutverk á miðju liðsins.

Hirving Lozano (Mexíkó/PSV)

Einn besti leikmaður Mexíkó á mótinu í sumar. Manchester United og Tottenham eru að íhuga að bjóða í vængmanninn sem skoraði 17 mörk í 29 leikjum fyrir PSV á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho