fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Heimir nefnir nokkra mikilvæga í landsliðinu – ,,Hann var besti lærifaðir sem ég gat hugsað mér“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hélt blaðamannafund á Hilton Hótel Nordica í dag þar sem hann greindi frá því að hann væri hættur með íslenska karlalandsliðið.

Heimir hefur starfað við mörgum í landsliðinu undanfarin sjö ár og árangur liðsins hefur verið gríðarlegur síðan hann hóf störf.

Heimir segist þó ekki telja að árangurinn sé bara sér að þakka og nefnir þá sem hafa spilað stórt hlutverk undanfarin ár.

,,Eftir að hafa talið upp hvar við erum stödd í dag, á þessum góða stað með liðin, kvennaliðið líka þá tel ég á engan hátt að þetta sé mér að þakka,“ sagði Heimir.

,,Það eru margir aðrir sem hafa lagt gríðarlega mikið í þetta allt saman og þjálfari nær árangri í gegnum aðra og í mínu tilfelli hafa þessir aðrir verið stórkostlegir.“

,,Ég verð að nefna nokkur nöfn. Gummi Hreiðars er búinn að vera með mér í öll þessi sjö ár. Þegar við fórum af stað var markmannsstaðan sú staða sem við vorum hvað fátækastir í.“

,,Það var enginn atvinnumaður að spila í marki en núna eigum við sex markmenn sem eru atvinnumenn og hans þáttur í því er gríðarlega mikilvægur. Hans hlutverk fær ekki nógu mikið hrós.“

,,Sebastian og Helgi komu eftir EM og komu með nýja vídd inn í þetta og rugguðu svolítið hvernig við vorum að hugsa hlutina. Þeir hrisstu vel upp í þessu.“

,,Ég held að ég þurfi ekkert að tala um Lars, ég hef hrósað honum svo mikið í gegnum tíðina en klárlega verður að vera mynd af kallinum þarna uppi, hann varð sjötugur í gær. Fyrir mig var hann besti lærifaðir sem ég gat hugsað mér að hafa við hliðina á mér.“

,,Það eru of margir í staffinu til að telja upp og til að loka fundinum er gott að hafa mynd af Sigga Dúllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann