fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Sjáðu hvað Rússar notuðu til að bæta frammistöðu sína á HM: „Það er hægt að fá þetta í öllum apótekum“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið talað um frammistöðu rússnenska landsliðsins á HM og þá sérstaklega eftir leik við Króatíu í 8-liða úrslitum.

Leikmenn Rússa virtust í mun betra standi en leikmenn Króata undir lok leiksins sem var spilaður í 120 mínútur eftir framlengingu.

Rússar voru ásakaðir um að taka inn ólögleg efni fyrir leiki sína á mótinu en liðinu gekk mun betur en margir áttu von á.

Læknir rússnenska landsliðsins hefur nú staðfest það að leikmenn liðsins hafi sniffað ammóníak fyrir leiki í mótinu.

Leikmennirnir tóku inn efnið til að hjálpa við öndun í leikjum en það er ekki bannað samkvæmt reglum FIFA.

Ammóníak hjálpar blóðflæði súrefnis í líkamanum og eiga neytendur auðveldara með að anda undir erfiðum kringumstæðum.

Þýska blaðið Bild greindi upphaflega frá því að efnið hafi verið notað en Rússar hafa nú staðfest þær fegnir og fela sig ekki á bak við þá staðreynd.

Eduard Bezuglov, læknir rússneska liðsins, segir við Bild að ekki sé óalgengt að íþróttamenn noti ammóníak. „Þetta er bara ósköp venjulegt ammóníak sem við dýfum bómull ofan í. Þessu er svo andað að sér. Þúsundir íþróttamanna nota þetta og þetta hefur tíðkast í marga áratugi,“ sagði hann og bætti við að þetta væri ekki aðeins bundið við íþróttamenn.

„Fólk notar þetta líka í daglegu lífi, til dæmis ef einhver missir meðvitund eða er slappur. Þá hressir þetta mann við vegna þess að lyktin er svo sterk. Það er hægt að fá þetta í öllum apótekum, þetta flokkast ekki undir lyfjamisnotkun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum

Kristján heldur því fram að þetta sé launapakki Birnis á Akureyri – Sagður vera á ráðherralaunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband

Heimsótti Bandaríkin og segir matinn ógeðslegan – Sjáðu kostulegt myndband
433Sport
Í gær

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina

Suarez hitti annan fyrrum framherja Liverpool – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho
433Sport
Í gær

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann

Real Madrid blöskrar launakröfur Vinicius Jr og eru til í að selja hann