fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Reiði yfir engum Gumma Ben á lokaleiknum: „Farðu heim RÚV, þú ert orðið ósjálfbjarga af ölvun“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að hinn ástsæli lýsandi, Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, muni ekki lýsa úrslitaleik HM á sunnudaginn. Í stað hans mun Haukur Harðarson lýsa leiknum ásamt Bjarna Guðjónssyni.

Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Almenn óánægja virðist vera með þetta fyrirkomulag, að Gummi Ben lýsi ekki leiknum. Brennslan á FM hóf skoðanakönnun í morgun á Twitter og niðurstaða hennar er afgerandi nú eftir hádegi. Ríflega fimmhundruð manns hafa kosið og 90 prósent þeirra vilja að Gummi Ben lýsi úrslitaleiknum.

Á Facebook-síðu Fréttablaðsins, sem greindi fyrst frá, má sjá talsverða óánægju með þetta. „Æ Æ! Af hverju ekki Gummi? Þarf maður þá að horfa á norska sjónvarpið,“ skrifar einn maður. Annar skrifar: „Mætti ég biðja um GB!“.

Blaðamaður Fréttablaðsins, Sigurður Mikael Jónsson, tekur sennilega harðast til orða á Twitter-síðu sinni: „Farðu heim RÚV, þú ert orðið ósjálfbjarga af ölvun. Veist ekkert í þinn haus. Gleymdu þessu! Hvar er undirskriftasöfnunin?“

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrum íþróttafréttamaður hefur einnig tjáð sig um málið á Twitter. „Af hverju er Gummi Ben ekki að lýsa Stóra leiknum?,“skrifar Þorsteinn í færslu sem hann birtir í dag og sjá má hér að neðan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA

Birnir Snær mjög óvænt á leið til KA
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag um Antony: ,,Við höfum ekki áhuga á honum“

Ten Hag um Antony: ,,Við höfum ekki áhuga á honum“