Belgía fær erfitt verkefni á morgun er liðið mætir Frakklandi í undanúrslitum HM í Rússlandi.
Thomas Vermaelen, leikmaður Belga, býst við erfiðum leik en hann er sérstaklega hrifinn af einum leikmanni Frakklands.
Vermaelen segir að Kylian Mbappe sé besti leikmaður franska liðsins en hann er aðeins 19 ára gamall.
,,Að mínu mati er Kylian Mbappe besti leikmaður Frakklands. Hann er ótrúlega snöggur og getur breytt úrslitum á einu augnabliki,“ sagði Vermaelen.
,,Þeir eru þó einnig með sterka leikmenn eins og Ousmane Dembele, Olivier Giroud og N’Golo Kante.“
,,Þetta er mjög sterkt lið í heild sinni en að mínu mati er Mbappe besti leikmaðurinn.“