Sokratis Papastathopoulos gekk í raðir Arsenal í sumar en hann kom á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund.
Sokratis hittir fyrrum liðsfélaga sinn hjá Arsenal, framherjann Pierre-Emerick Aubameyang.
Sokratis og Aubameyang eru góðir félagar og urðu strax vinir er þeir hittust hjá Dortmund á sínum tíma.
,,Við urðum vinir mjög fljótt því við komum saman til félagsins og hann kunni líka ítölsku, tungumál sem ég tala vel,“ sagði Sokratis.
,,Á fyrsta árinu okkar þá töluðum við ekki þýsku og það var auðvelt fyrir mig að ræða við hann á ítölsku.“
Sokratis segir einnig skemmtilega sögu af bíl sem hann keypti er hann var táningur. Bíll sem hann mun alltaf eiga og taka með sér.
,,Ég kom fyrst á æfingasvæðið keyrandi um á Fiat 500 og ég sá að Aubameyang var á Porsche eða Ferrari. Það er eðlilegt fyrir leikmann eins og hann sem er mikið fyrir bíla.“
,,Ég tók þennan bíl með til Þýskalands því þetta var fyrsti bíllinn sem ég keypti fyrir minn eigin pening. Ég mun taka hann með til Englands líka.“
,,Ég keypti hann þegar ég yfirgaf Grikkland 18 eða 19 ára gamall. Þetta er eini bíllinn sem ég mun alltaf eiga.“