fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Guðni Bergs viss um að Heimir haldi áfram

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, heldur í vonina um að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Samningur Heimis rann út eftir HM í sumar en Ísland datt úr leik í riðlakeppni mótsins.

Heimir hefur ekki gefið út hvort hann ætli að halda áfram eða ekki en hann hefur þótt náð mjög góðum árangri við stjórnvölin.

,,Erum að stefna hærra. Bjartsýnn á að Heimir verði áfram þjálfari,“ skrifar Guðni á Twitter síðu sína í dag.

Guðni ræddi þá einnig við Morgunblaðið og segir þar að hann voni að þessi mál klárist fljótlega.

,,Við erum að fara að ræða saman með það fyrir augum að Heimir verði þjálfari landsliðsins í tvö ár til viðbótar,“ sagði Guðni við Mbl.

,,Ég er bjartsýnn á að við náum saman. Það er vilji af beggja hálfu að taka málið áfram og vonandi náum við að klára þessi mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Innkalla rakettupaka
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld