Guðni Bergsson, formaður KSÍ, heldur í vonina um að Heimir Hallgrímsson verði áfram landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Samningur Heimis rann út eftir HM í sumar en Ísland datt úr leik í riðlakeppni mótsins.
Heimir hefur ekki gefið út hvort hann ætli að halda áfram eða ekki en hann hefur þótt náð mjög góðum árangri við stjórnvölin.
,,Erum að stefna hærra. Bjartsýnn á að Heimir verði áfram þjálfari,“ skrifar Guðni á Twitter síðu sína í dag.
Guðni ræddi þá einnig við Morgunblaðið og segir þar að hann voni að þessi mál klárist fljótlega.
,,Við erum að fara að ræða saman með það fyrir augum að Heimir verði þjálfari landsliðsins í tvö ár til viðbótar,“ sagði Guðni við Mbl.
,,Ég er bjartsýnn á að við náum saman. Það er vilji af beggja hálfu að taka málið áfram og vonandi náum við að klára þessi mál.“