HM í Rússlandi hefur verið virkilega mikil skemmtun en nú fer að styttast í úrslitaleikinn sjálfan.
Við erum komin alla leið í undanúrslitin og þar spila liðin um að komast alla leið í úrslitin.
Króatía og England mætast í hörkuleik og svo Belgía og Frakkland en aðeins Evrópuþjóðir eru eftir.
Við höfum fengið dramatík og gullfalleg mörk í þessari keppni sem hefur alls ekki brugðist áhorfendum.
Við rákumst á skemmtilegt myndband í dag þar sem 20 bestu mörk HM eru skoðuð.
Hér má sjá myndbandið og mörkin 20.