Mesut Özil, leikmaður þýska landsliðsins, var gagnrýndur í sumar fyrir frammistöðu sína á HM í Rússlandi.
Þýskaland datt úr leik í riðlakeppni HM eftir mjög óvænt tap gegn Suður-Kóreu í síðustu umferð.
Faðir Özil, Mustafa Özil, er orðinn þreyttur á því að fólk kenni syni sínum um gengi Þýskalands og vill að hann hætti með landsliðinu.
,,Ef ég væri í hans stöðu þá myndi ég þakka fyrir mig og segja að þetta væri komið gott,“ sagði Özil eldri við Bild.
,,Hann er leiður, vonsvikinn og særður því hans eigin stuðningsmenn bauluðu á hann fyrir HM og hann skilur ekki af hverju.“
,,Hann þarf ekki alltaf að verja sjálfan sig. Hann hefur spilað fyrir landsliðið í níu ár og varð heimsmeistari.“
,,Ef við vinnum þá vinnum við saman en ef við töpum þá töpum við vegna Özil.“