Jordan Pickford hefur átt gott HM með enska landsliðinu og átti stórleik gegn Svíþjóð í gær.
Pickford varði nokkrum sinnum meistaralega í leiknum er England vann 2-0 sigur og komst í undanúrslit keppninnar.
Það eru fáir jafn hrifnir af Pickford og grínistinn James Corden sem er stjarna í Hollywood í dag en er þó enskur.
Corden er með sinn eigin spjallþátt í Bandaríkjunum og hefur þá leikið í fjölmörgum kvikmyndum.
Corden er orðinn svo hrifinn af Pickford að ef það heldur áfram þá mun hann biðja markvörðinn um að giftast sér á næstu vikum. Ekki amalegt það.
,,Ef ást mín á Jordan Pickford heldur áfram að stækka á þessum hraða þá mun ég biðja hann um að giftast mér eftir tvær vikur,“ skrifaði Corden.
If my love for Jordan Pickford keeps growing at this rate I’m going to propose to him in a couple of weeks time.
— James Corden (@JKCorden) 7 July 2018