fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Sjáðu myndirnar – Svona skildi Ísland við klefann eftir tap gegn Króatíu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag birtum við frétt af japanska landsliðinu sem spilaði sinn síðasta leik á HM í Rússlandi í gær.

Japan tapaði 3-2 gegn Belgíu á grátlegan hátt en þeir japönsku voru með 2-0 forystu í síðari hálfleik.

Snyrtimennska Japana var til umræðu í dag og hvernig leikmenn skildu við klefann sinn í Rússlandi eftir leikinn.

Meira:
Sjáðu hvernig Japan skildi við klefann eftir tapið í gær

Það var í raun alveg til fyrirmyndar en það þýðir þó ekki að íslensku strákarnir hafi gert eitthvað öðruvísi.

Þorgrímur Þráinsson var með landsliðinu í Rússlandi og birti í dag myndir af því hvernig strákarnir okkar skildu við klefann í Rostov eftir tap gegn Króatíu í lokaleiknum.

Þorgrímur setur einnig inn kvót frá húsverði í Frakklandi eftir leik Íslands og Englands á EM 2016 en okkar menn sendu Englendinga heim.

,,Ég hef verið húsvörður í rúmlega áratug. Ekkert landslið í heiminum hefur gengið jafn vel um klefann og Ísland. Skilaðu kveðju,“ skrifaði Þorgrímur.

Færslu hans og myndir má sjá hér fyrir neðan.

Image may contain: 1 person, text and indoor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Í gær

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Í gær

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup