fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sjáðu hvernig japanska liðið skildi við búningsklefann eftir tapið í gærkvöldi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefðu væntanlega allir fyrirgefið leikmönnum japanska landsliðsins ef þeir hefðu yfirgefið Rostov Arena í flýti eftir svekkjandi tap gegn Belgíu, 3-2, í 16-liða úrslitum HM í gærkvöldi.

Japan komst 2-0 yfir í seinni hálfleik en ótrúleg seigla Belga skilaði þeim mögnuðum 3-2 sigri þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Japanir voru skiljanlega sárir og svekktir og sáust sumir þeirra gráta úti á velli þegar dómarinn hafði flautað til leiksloka.

Umgengni í búningsklefum liða hefur stundum verið tilefni til vangaveltna og þykir sumum umgengni knattspyrnumanna ekki beinlínis vera til fyrirmyndar. En Japanir eru sér á báti hvað þetta varðar og hafa þeir fengið mikið lof fyrir það hvernig þeir skildu við búningsklefann eftir leikinn í gærkvöldi.

Ekki eitt einasta rusl var á gólfinu og þá höfðu leikmenn skilið eftir lítinn miða þar sem aðstandendum mótsins var þakkað fyrir hlýjar móttökur. Það var Priscilla Janssen, starfsmaður FIFA, sem birti meðfylgjandi mynd á Twitter-síðu sinni.

Þó að tapið hafi verið svekkjandi sáu Japanir enga ástæðu til að gera starfsfólki vallarins starfið erfiðara en það þurfti að vera. „Frábært fordæmi sem þeir setja fyrir önnur lið. Heiður að vinna með svona liði,“ sagði Priscilla.

Það eru ekki bara leikmenn Japans sem hafa verið til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Stuðningsmenn á áhorfendapöllunum hafa sést aðstoða starfsfólk við að taka til í stúkunni eftir að leikjum lýkur. Mættu fleiri svo sannarlega taka sér þetta til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Í gær

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Í gær

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag