Rússland 1-1 Spánn (Rússland áfram eftir vítakeppni)
1-0 Sergey Ignashevich(sjálfsmark, 11)
1-1 Artem Dzyuba(víti, 41′)
Rússland hefur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum HM eftir sigur á Spánverjum í 16-liða úrslitum í dag.
Spánverjar komust yfir snemma leiks í dag er Sergey Ignashevich varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir gestgjafana.
Staðan var 1-0 þar til á 41. mínútu leiksins er Artem Dzyuba skoraði fyrir Rússland úr vítaspyrnu eftir að Gerard Pique hafði gerst brotlegur innan teigs.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma en síðari hálfleikur var engin frábær skemmtun.
Leikurinn var því framlengdur þar sem Spánverjar voru mun sterkari en tókst þó ekki að koma boltanum í netið.
Úrslitin réðust því í vítakeppni og þar höfðu þeir rússnensku betur og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum og mæta þar Danmörku eða Króatíu.
Igor Akinfeev var frábær í vítakeppninni en hann varði tvö skot frá þeim Koke og Iago Aspas.