Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var mjög óhress með spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði stórt 3-0 fyrir ÍBV í Eyjum.
,,Við áttum einn eða tvo virkilega slaka leiki í fyrra en þetta var örugglega lélegasta frammistaða okkar í sumar,“ sagði Óli.
,,Við settum þetta upp þannig að þeir væru með tvo aggressíva sentera sem sækja hratt í svæðin þegar við missum boltann en við basically setjum þá bara í topp stöðu og þeir vaða í færum hvað eftir annað.“
,,Við þurftum að gera þrjár breytingar. Brynjar Ásgeir handleggsbrotnaði, Gunni fyrirliði er meiddur og Rodri er í banni en við erum alveg með hóp, þeir sem koma inn eiga að stíga upp.“
Nánar er rætt við Óla hér fyrir neðan.