Króatía 1-1 Danmörk (Króatía áfram eftir vítakeppni)
0-1 Mathias Jorgensen(1′)
1-1 Mario Mandzukic(4′)
Króatar munu spila við Rússland í 8-liða úrslitum HM eftir sigur liðsins á Danmörku í kvöld.
Leikur kvöldsins byrjaði virkilega vel en Danir tóku forystuna eftir aðeins eina mínútur er Mathias Jorgensen kom boltanum í netið.
Sú forysta entist í þrjár mínútur en Mario Mandzukic jafnaði þá metin fyrir Króata og staðan orðin 1-1.
Eins ótrúlega og það hljómar voru ekki fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og þurftu liðin að fara í framlengingu.
Luka Modric fékk dauðafæri til að klára leikinn fyrir Króata á 115. mínútu leiksins í framlengingu en Kasper Schmeichel varði þá frá honum vítaspyrnu.
Það reyndist besta færi framlengingarinnar og þurftu úrslitin að ráðast í vítakeppni líkt og í leik Rússlands og Spánar fyrr í dag.
Þar höfðu Króatar betur þrátt fyrir að Kasper Schmeichel hafi varið tvær spyrnur í vítakeppninni og þrjár spyrnur samtals.
Danijel Subasic í marki Króata átti einnig stórleik en hann varði þrjár vítaspyrnur frá Dönum í vítakeppninni.