David de Gea er af mörgum talinn einn besti markvörður heims í dag en hann spilar með Manchester United.
De Gea var frábær fyrir United á síðustu leiktíð og fór svo með spænska landsliðinu á HM í Rússlandi.
De Gea hefur oft spilað betur en á HM í sumar en Spánverjar eru úr leik eftir tap gegn Rússlandi í 16-liða úrslitum í dag.
De Gea fékk alls á sig sex mörk í keppninni úr sjö skotum og tókst aðeins að verja eitt skot.
Margir vilja meina að De Gea hafi getað gert betur í dag er Spánverjar duttu úr leik eftir tap í vítakeppni.
Eina markvarsla De Gea á móti kom gegn Marokkó er hann varði skot Khalid Boutaib.
⚽️? Seven shots faced
?❌ Six goals concededNot the numbers David De Gea is used to…#ESPRUS pic.twitter.com/5hPKNic3kj
— FIFA World Cup ? (@FIFAWorldCup) 1 July 2018