Marcelo bakvörður Brasilíu varð að fara meiddur af velli í leik liðsins gegn Serbíu í gær.
Marcelo er einn besti bakvörður í heimi en hann fór meiddur af velli.
Læknir Brasilíu segir að meiðsli Marcelo sé hægt að rekja til rúmsins sem hann svaf í, nóttina fyrir leik.
,,Meiðsli Marcelo eru líklega vegna rúmsins sem hann gisti í þegar við vorum í Moskvu,“ sagði læknirinn.
,,Hann tók vel við meðhöndlun á vellinum en við þurfum að greina meiðsli hans betur“
Furðuleg ummæli frá lækni landsliðsins þó allir viti að góð dýna í rúmi er mikilvæg. Ef þessi dýna var svona slæm, af hverju eru þá ekki allir leikmenn Brasilíu meiddir?