

Theodór Elmar Bjarnason sem hefur verið lengi í íslenska landsliðinu myndi setja Ara Frey Skúlason í vinstri bakvörðinn gegn Króatíu á HM í kvöld.
Elmar rétt missti af sæti í HM hópi Íslands en hann mætti í Brennsluna í morgun og fór yfir leik kvöldsins.
,,Ég er mikill Ara Freys maður, í bakverðinum. Frábær fótboltamaður, góður á boltann,“ sagði Theodór Elmar sem myndi skella Herði Björgvini Magnússyni á bekkinn.
,,Hörður hefur staðið sig mjög vel varnarlega, smá óöruggur á boltann. Við höfum verið of ragir að halda í boltann, gott að fá smá tíma á boltann. Ég myndi setja Ara inn“
Hann sagði svo að Heimir færi líklega aftur í 4-5-1 kerfið sitt.
,,Hann fer í fimm manna miðju, það er mikilvægt að hafa Aron inná. Hann stýrir þessu.“
Viðtalið má heyra hér að neðan.