fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Skýr skilaboð íslenska víkingsins til áhorfenda í kvöld: „Ég vil ekki sjá kjaft sitjandi eða þegjandi“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sem Íslendingar eigum bara að líta á þetta þannig: Þetta gæti orðið síðasti leikurinn okkar á HM í mjög langan tíma, við þurfum sem stuðningsmenn að skilja allt eftir í stúkunn. Ég vil ekki sjá kjaft sitjandi eða þegjandi. Við þurfum að taka þetta allan (píp!) tímann.“

Þetta sagði dyggur Tólfumaður og stuðningsmaður íslenska landsliðsins í viðtali við 433.is á Fan Zone í dag. Tólfan var mætt á svæðið og var í miklu stuði, eðli málsins samkvæmt, enda einn mikilvægasti leikur sem Ísland hefur spilað framundan.

„Við vinnum, það er nóg fyrir mig og við förum áfram. Sem Íslendingur verðurðu að spá því, við erum jákvæðasta þjóð í heimi; með ömurlegt veður, ömurlegan gjaldmiðil, ömurlega stöðu húsnæðismála en við erum alltaf jákvæð. Það er eitthvað stórkostlega mikið að okkur held ég.“

Þeir Íslendingar sem heimsótt hafa Rússland bera landinu flestir góða söguna. „Þetta er bara frábært land. Ég sagði áður en ég kom hingað að flestir íslenskir stuðningsmenn ættu eftir að hafa allt aðra mynd af Rússlandi eftir þessa ferð. Ég held að það verði bara raunin. En við verðum að viðurkenna það að þetta er hugsanlega bara eitthvað leikrit. En þetta er fallegt land, hinn almenni borgari er ekkert nema vinleigheitin og engin vandræði. Allir til í að hjálpa.“

Viðtalið má sjá hér að neðan en þar er einnig rætt við fleiri íslenska stuðningsmenn sem voru á Fan Zone.

 

https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/10156765857178322/?t=266

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Madueke ferðast ekki með Arsenal

Madueke ferðast ekki með Arsenal
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu