Ísland er úr leik á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld.
Ísland tapaði leiknum 2-1 en strákarnir spiluðu vel á köflum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Íslands í leiknum og að venju þá hljóp hann þá líka mest.
Gylfi hljóp yfir 10 kílómetra í leiknum en það gerði einnig Sverrir Ingi Ingason í vörn okkar manna.
Hér má sjá hlaupatölurnar úr leiknum.