Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Íslands í kvöld sem mætti Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar á HM.
Gylfi og allt landsliðið gerði allt til þess að vinna leikinn í kvöld og var okkar maður smá súr eftir leikinn.
,,Það er stutt á milli í þessu en við gáfum allt í þetta og að staðan í Argentínuleiknum væri 1-1 og við vissum að þeir myndu skora í lokin,“ sagði Gylfi við Rúv.
,,Við reyndum að ná þessu öðru marki og sóttum á mörgum mönnum sem kostaði okkur en við gerðum allt og vorum rosalega nálægt þessu.“
,,Ég hugsaði bara um að skjóta lægra í vítinu! Það hefði verið auðvelt að leyfa öðrum að taka spyrnuna en ég tek ábyrgðina. Það var aðeins meira stress núna en sem betur fer skutlaði markvörðurinn sér.“
,,Það er gríðarlega erfitt að komast hingað, liðin eru svo sterk og við lendum með tveimur liðum sem vilja vinna keppnina og svo spiluðum við þessu kannski frá okkur gegn Nígeríu.“
,,Ég held að við séum allir sammála um það að síðustu tvær keppnir hafi verið það skemmtilegasta sem við höfum gert. Næsta markmið er EM.“