fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Emil biðst afsökunar: Mér leið ekki vel þarna

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld er liðið mætti Króatíu í síðasta leik sínum á HM.

Ísland er úr leik eftir 2-1 tap í kvöld og að vonum var Emil nokkuð súr eftir lokaflautið.

,,Ég er smá svekktur. Það vantaði bara herslumuninn í dag ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Emil.

,,Við erum ótrúlega nálægt því að komast upp úr þessum erfiða riðli og það er algjör synd að þetta skuli ekki hafa náðst.“

,,Við fengum fullt af færum og föstu leikatriðin okkar gengu betur en í fyrstu tveimur leikjunum og við bara spiluðum vel.“

,,Við vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert endilega betra. Þeir komu með ferskar lappir inn og voru með Modric inná sem er world class.“

,,Við sköpuðum okkur helling í dag og eins og ég segi var þetta svekkjandi en við getum borið höfuðið hátt eftir mótið.“

,,Við reyndum að liggja á þeim í endann og skiptum út miðverði og vorum opnari. Við reyndum eins og við gátum og vorum orðnir þreyttir, það fór mikið power og orka í þennan leik.“

Emil missti boltann er Ivan Rakitic skoraði sigurmark Króata undir lokin og baðst afsökunar í leikslok.

,,Ég get alveg viðurkennt það að mér leið ekki vel þegar það gerðist. Mér fannst ég vera með hann, ég var með hann allan leikinn, ég held að ég hafi misst boltann einu sinni í leiknum.“

,,Auðvitað var þetta svekkjandi að missa hann þarna en ég hrósa líka Perisic fyrir ágætis slútt þarna upp í skeytinn með vinstri. Sorrí, mér finnst þetta mjög pirrandi. Svona er bara fótboltinn.“

,,Ég vil spila boltanum og þá getur komið upp sú staða að maður getur misst hann.“

,,Þetta var frábær lífsreynsla og það var frábært að taka þátt í þessu og vera partur af þessu. Það munaði svo litlu en eftir þetta mót lítur maður til baka og hugsar hversu skemmtilegt þetta var.“

,,Ég er ennþá í hörkustandi. Er ekki EM eftir tvö ár? Þjóðadeild og svo EM, ég pæli ekki í því að hætta, mér líður vel í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“

Tjáir sig um brottför Rashford: ,,Ekki mitt vandamál“
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Madueke ferðast ekki með Arsenal

Madueke ferðast ekki með Arsenal
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu