fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Þorgrímur heillaðist af óvæntum senuþjófi á æfingu landsliðsins – Er þetta gæfumerki? „Ætti að vera okkur til heilla“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júní 2018 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta fiðrildi heillaði okkur á æfingu í morgun, ætti að vera okkur til heilla fyrir leikinn gegn Króatíu,“ segir Þorgrímur Þráinsson sem er í starfsliði KSÍ á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Íslenska liðið æfði á Rostov Arena í morgun í undirbúningi sínum fyrir stórleikinn gegn Króatíu annað kvöld.

Ljóst er að íslenska liðið þarf á heppni að halda enda dugar okkur ekkert annað en sigur til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá þarf íslenska liðið að treysta á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu – helst 1-0 sigur Argentínu svo lengi sem við vinnum okkar leik.

Á æfingu landsliðsins í morgun heilluðust viðstaddir af þessu fallega fiðrildi sem má sjá í myndbandinu hér að neðan. Það kom sér þægilega fyrir á höfði myndatökumanns FIFA sem var að mynda æfingu íslenska liðsins. Sumir líta á fiðrildi sem gæfumerki, jafnvel sem tákn upprisunnar eða vonar og að það boði gott eitt að sjá litríkt fiðrildi að sumri til.

Það er vonandi að fiðrildið fallega á æfingu landsliðsins í dag sé boðberi gæfu eins og Þorgrímur Þráinsson trúir.

 

 

https://www.facebook.com/650473749/videos/10156561786073750/

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu