fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

„Það er ekkert að sjá það fyrir að Rúrik sé sexy“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var bara góðlátlegt grín og átti ekki að ná neitt lengra,“ sagði varnarmaðurinn Kári Árnason á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Kabardinka í morgun.

Kári var þar spurður út í hópmynd af landsliðinu sem hann setti á Instagram áður en liðið hélt af landi brott áleiðis til Rússlands. Kári merkti myndina „sexyrurik“ og var hann spurður að því hvort hann ef til vill séð eitthvað fyrir hvað varðar vinsældir Instagram-stjörnunnar Rúriks Gíslasonar. Eins og alþjóð veit er Rúrik nú kominn með milljón fylgjendur á Instagram en fyrir mót voru þeir 30 þúsund.

„Það er ekkert að sjá fyrir að sjá að Rúrik sé sexy. Það sjá það allir held ég. Þetta var bara góðlátlegt grín og átti ekki ná að neitt lengra. Ég held að þetta hafi ekki verið kveikjan að neinu, ég held að fólk hafi bara séð þetta með eigin augum,“ sagði Kári sem sagði einnig á fundinum að hann væri ánægður fyrir hönd liðsfélaga síns. Rúrik væri þó með einbeitinguna á landsliðinu en ekki frægðinni á Instagram.

„Ég held að hann sé ekki að einblína á það – þetta skiptir ekki máli. Þegar fótboltanum lýkur þá fer hann líklega í fyrirsætustörfin. Vonandi getur hann nýtt sér það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu