fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Kári segist ekki sjá fyrir sér að Argentína fari heim án þess að vinna leik

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason segist eiga erfitt með að sjá að Argentína fari heim af heimsmeistaramótinu í Rússlandi án þess að vinna leik. Argentínumenn eru með bakið upp við vegg fyrir lokaleikinn gegn Nígeríu í riðlinum og þeim dugir ekkert annað en sigur gegn Nígeríu á þriðjudag. Þá þurfa þeir að treysta á að Ísland vinni ekki Króatíu.

Kári var spurður út í leik Argentínu og Nígeríu á blaðamannafundi í Kabardinka í morgun og hvort liðið væri líklegra í þeim leik.

„Það er svolítið erfitt að segja. Þetta eru tvö mjög sterk sóknarlið. Argentína þarf að rétta úr kútnum og ég sé ekki að þeir fari heim af HM án þess að vinna einn leik. Ég vona að þeir geri það en ekki of stórt,“ sagði Kári en ef Argentína vinnur 1-0 og Ísland vinnur Króatíu erum við örugg með sæti í 16-liða úrslitum.

Kári benti þó á að Nígeríumenn hefðu sýnt það gegn Íslandi að þeir væru með mjög sterkt lið. „Nígeríumenn eru gríðarlega fljótir, sérstaklega frammi. Þetta getur verið hættulegt ef Messi og félagar eru að halda boltanum við þeirra teig. Þá eru þeir tilbúnir að refsa með skyndisóknum,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu