fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Kári segir að Króatar geti orðið heimsmeistarar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er óhugnanlega sterkt lið. Það eru engar venjulegar stjörnur í þessu liði. Þeir geta unnið hverja sem er á góðum degi. Þeirra möguleikar? Þeir eru alveg contenders í að vinna mótið,“ sagði varnarmaðurinn sterki, Kári Árnason, á blaðamannafundi í morgun.

Matteo Ciambelli/NurPhoto via Getty Images)

Þar var Kári spurður út í króatíska liðið sem Ísland mætir í Rostov á þriðjudag. Ísland og Króatía hafa mæst oft á undanförnum árum og segir Kári að um sé að ræða frábært lið. Þjálfari Króata hefur gefið til kynna að hann muni hvíla leikmenn gegn Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að Króatar eru komnir áfram í 16-liða úrslit og geta leyft sér það. Kári segir að leikmannahópur Króata sé það sterkur að það skipti engu máli.

„Það að þeir hvíli leikmenn hefur engin áhrif. Þeir eiga frábæra leikmenn á bekknum og eru gott lið. Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á leik þeirra, nema kannski varðandi gæði einstakra leikmanna. Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá,“ sagði hann.

Kári benti á að leikmenn íslenska liðsins væru fullir sjálfstrausts fyrir leikinn gegn Króata og hefðu fulla trú á að þeir gætu unnið þá.

„Við höfum gert það áður og vitum að við getum það. Þeir eru með gríðarlega breiðan hóp þannig að það skiptir litlu hver byrjar. Við höfum unnið þá áður og ætlum okkur að vinna þá aftur,“ sagði Kári en Ísland vann Króata á Laugardalsvelli í undankeppni HM síðasta haust, 1-0.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu