fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Gylfi horfir björtum augum á HM sama hvernig fer – ,,Að vera á HM er magnað fyrir yngri kynslóðir okkar“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 13:00

Ísland á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Gylfi Þór Sigurðsson, skærasta stjarna íslenska landsliðsins segir að sama hvernig fari á HM þá verði reynslan af mótinu góð.

Íslenska liðið gæti fallið úr leik á mótinu næsta þriðjudag, ef úrslitin gegn Króatíu verða ekki góð og ef úrslitin úr leik Nígeríu og Argentínu verða ekki hagstæð.

,,Við vitum að þeir hafa eitt besta landslið í heimi þessa sutndina, miðað við síðustu leiki,“ sagði Gylfi.

,,Ég held að það breyti ekki neinu að við fórum með sigur af hólmi fyrir ári eða töpuðum fyrir þremur árum. Þetta er nýr leikur en það er gott að við höfum sýnt það að við getum unnið þá.“

,,Það er erfitt að brjóta þá niður, þeir eru sterkir bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki neinu að tapa, við þurfum góð úrslit og treysta á góð úrslit úr leik Argentínu og Nígeríu.“

Íslenska liðið þekkir það að koma sér úr erfiðri stöðu. ,,Þetta hefur gerst áður, síðasta dæmið er þegar við töpuðum gegn Finnlandi á útivelli. Við vorum í erfiðri stöðu en alltaf náum við að koma til baka og gera hið ómögulega. Ég vona að það gerist aftur núna.“

Gylfi segir að sama hvernig fari þá sé sú staðreynd að Ísland komst á lokamót HM eitthvað sem gefur mikið.

,,Það væri magnað að fara upp úr þessum riðli, að vera á HM er samt bara magnað fyrir yngri kynslóðir okkar. Þau geta horft á liðið sitt á þessu móti, ég get ekki ímyndað mér það því þetta var ekki svona þegar ég var ungur. Reynslan er alltaf jákvæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu