Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
Emil Hallfreðsson miðjumaður íslenska landsliðsins trúir því og treystir að íslenska liðið fari áfram í 16 liða úrslitum.
Emil fékk þá spurningu á fréttamannafundi Íslands í dag hvernig hann myndi horfa á mótið ef Ísland færi heim eftir riðlakeppnina.
Íslenska liðið horfir hins vegar ekki til þess, trúin er slík að við erum ekkert að fara heim.
,,Mér finnst við aðeins fara fram úr okkur í þessari spurningu, ég ætla að gera ráð fyrir því að við förum áfram,“ sagði Emil í dag.
,,Þú mættir kannski koma með þessar spurningu aðeins síðar, við erum að fara að taka Króatíu og Argentína er að fara að taka 1-0 sigur. Við trúum á að það gerist, svo spyrðu mig eftir mótið hvernig þetta var.“