fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Aftur spáð gríðarlegum hita þegar Ísland spilar – ,,Algjört aukaatriði þessi hiti“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Það er spáð gríðarlegum hita þegar Ísland og Króatía eigast við í síðasta leiknum í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins á þriðjudag.

Spáð er janfvel meiri hita en var í Volgograd gegn Nígeríu en hann virtist ná aðeins til íslenska liðsins þegar líða tók á leikinn.

Leikmenn hafa þó ekki áhyggjur af þessu enda geta þeir ekki breytt þeim aðstæðum og verða að gera það besta úr þeim.

,,Ég er ferskur, vanur að spila hita í Ítalíu. Ég held að þessi hiti fari ekkert svakalega vel í bæði lið, adrenalínið tekur yfir. Það er mikið undir, menn eiga eftir að keyra sig út. Ég hef ekki neinar áhyggjur, það er aukaatrið þessi hiti,“ sagði Emil Hallfreðsson um málið.

Kári Árnason tók í sama streng og segir að sjúkrateymi liðsins sjá til þess að allt verði í lagi.

,,Við erum líka með frábært sjúkrateymi sem vinnur myrkranna á milli. Þeir eiga mikið hrós skilið. Það eru bæði lið að spila í þessum hita og þetta er algjört aukaatriði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu