fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Aftur spáð gríðarlegum hita þegar Ísland spilar – ,,Algjört aukaatriði þessi hiti“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Það er spáð gríðarlegum hita þegar Ísland og Króatía eigast við í síðasta leiknum í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins á þriðjudag.

Spáð er janfvel meiri hita en var í Volgograd gegn Nígeríu en hann virtist ná aðeins til íslenska liðsins þegar líða tók á leikinn.

Leikmenn hafa þó ekki áhyggjur af þessu enda geta þeir ekki breytt þeim aðstæðum og verða að gera það besta úr þeim.

,,Ég er ferskur, vanur að spila hita í Ítalíu. Ég held að þessi hiti fari ekkert svakalega vel í bæði lið, adrenalínið tekur yfir. Það er mikið undir, menn eiga eftir að keyra sig út. Ég hef ekki neinar áhyggjur, það er aukaatrið þessi hiti,“ sagði Emil Hallfreðsson um málið.

Kári Árnason tók í sama streng og segir að sjúkrateymi liðsins sjá til þess að allt verði í lagi.

,,Við erum líka með frábært sjúkrateymi sem vinnur myrkranna á milli. Þeir eiga mikið hrós skilið. Það eru bæði lið að spila í þessum hita og þetta er algjört aukaatriði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Launakröfurnar of háar og hann snýr ekki heim – Fann sér annað félag

Launakröfurnar of háar og hann snýr ekki heim – Fann sér annað félag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard

Með leikmann í sama gæðaflokki og Hazard
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur
433Sport
Í gær

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi