fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Helgi um færslu Halldórs eftir tapið gegn Nígeríu – ,,Þetta er bara bull, fyrirgefðu. Ég nenni ekki að ræða svona hluti“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. júní 2018 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Nígeríu á HM í Rússlandi í gær en lokatölur urðu 2-0 fyrir nígeríska liðinu.

Ísland er í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina en við mætum þá Króatíu sem hefur unnið báða sína leiki í riðlakeppninni. Spilamennska íslenska liðsins þótti ekki góð gegn Nígeríu í gær og þá sérstaklega í síðari hálfleik er við fengum á okkur bæði mörkin. Halldór Björnsson, markmannsþjálfari, setti inn athyglisverða færslu á Twitter í dag eftir tap okkar manna.

Halldór starfaði með Sigurði Ragnari Eyjólfssyni hjá kínverska kvennalandsliðinu áður en Siggi Raggi var látinn fara. Mikið hefur verið rætt um lífið utan vallar hjá íslensku strákunum á HM og má nefna Rúrik Gíslason sem er kominn með yfir 800 þúsund fylgjendur á Instagram.

Halldór er með ráð fyrir íslensku strákana sem má sjá hér fyrir neðan. ,,Ok nú er bara taka niður sólgleraugun, hætta hugsa um þetta instagram bull og henda þessum Mið-Ísland gaurum út af hótelinu? upp með hausinn,út með kasann, upp á hótel að leikgreina og svo beint á æfingasvæðið og upp úr þessum riðli ??,“ skrifaði Halldór á Twitter.

Helgi Kolviðsson var spurður út í málið í dag og hafði þetta að segja. ,,Ég hef ekki lesið þessa færslu. Ég var að horfa á leikinn við Nígeríu aftur í nótt. Hvað er svona merkilegt í þessari færslu?“ sagði Helgi þegar hann var spurður út í færsluna,“ sagði Helgi um málið

„Það er bara eðli lífsíns í fótboltanum að þegar maður vinnur leiki þá gerir maður allt rétt, þegar maður tapar leikjum gerir maður allt rangt. Þannig er það.“

„Þetta er bara bull, fyrirgefðu. Ég nenni ekki að ræða svona hluti. Menn skrifa ýmislegt í hita leiksins. Við vorum allir svekktir, stundum þarf maður bara að sofa á þessu og opna munninn tólf tímum seinna.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Birnir Breki til ÍA
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Í gær

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur