fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Þess vegna vill Logi að Ari fái sénsinn í stað Rúriks

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 22. júní 2018 12:03

Logi Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Nígería mætast í dag á heimsmeistaramótiunu í Rússlandi. Leikurinn fer fram í Volgograd í steikjandi hita og hefst hann klukkan 18 að staðartíma, 15 að íslenskum.

Við heyrðum í fyrrverandi landsliðsþjálfurum og fengum þá til að stilla upp liðinu, sérstaklega hvað varðar fjarveru Jóhanns Berg Guðmundssonar og hvaða leikmaður fyllir hans skarð.

Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að bregðast við fjarveru Jóhanns og sitt sýnist hverjum.

Logi Ólafsson hefur starfað að þjálfun nær sleitulaust frá árinu 1987. Hann hefur tvisvar sinnum stýrt íslenska landsliðinu og hefur sterkar skoðanir á liðinu. Hann treystir Heimi fullkomlega fyrir því að velja rétta liðið en vill helst sjá Ara Frey Skúlason koma inn í liðið fyrir Jóhann. „Ég vil alls ekki breyta liðinu of mikið og myndi vilja sjá Ara fá sénsinn. Það eru svo margar stelpur orðnar hrifnar af Rúrik að ég held að hann geti vel við unað,“ segir Logi.

Ásgeir Sigurvinsson er ekki sammála Loga og vill að Rúrik komi inn í liðið.

Ásgeir Sigurvinsson stjórnaði íslenska landsliðinu á árunum 2003 til 2005. Hann telur ekki þörf á því að breyta um leikaðferð og vill sjá Rúrik Gíslason koma inn í stöðu Jóhanns. „Hann er góður leikmaður sem hefur sýnt það þegar hann hefur fengið tækifæri. Hann getur sótt hratt og farið framhjá mönnum. Það er kannski ekki sama vinnsla og dugnaður í honum en ég hef fulla trúa á honum,“ segir Ásgeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við