fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Plús og mínus – Galin ákvörðun hjá Heimi

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap gegn Nígeríu í dag er liðin áttust við í riðlakeppni HM.

Ahmed Musa átti góðan leik fyrir Nígeríu og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Mörkin komu í síðari hálfleik.

Ísland hefur oft spilað betur en í dag en liðið ógnaði lítið í síðari hálfleik þó Gylfi Þór Sigurðsson hafi klikkað á vítaspyrnu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Ahmed Musa átti frábæran leik fyrir Nígeríu í dag og fær hrós. Skoraði tvö mörk og reyndist of erfiður fyrir íslensku strákana.

Það góða við þetta allt saman að það er einn leikur eftir. Við VERÐUM að vinna Króatíu og treysta á að Argentína geri eitthvað gegn Nígeríu.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur oft verið betri en átti ágætan leik í dag að mínu mati. Einn af fáum sem ógnaði eitthvað.

Mínus:

Af hverju vorum við að spila 4-4-2? Af hverju? Finnst Heimir einfaldlega hafa tekið ranga ákvörðun eftir frábæran leik gegn Argentínu.

Emil Hallfreðsson byrjaði ekki þennan leik. Var einn besti ef ekki besti maður vallarins gegn Argentínu, ég skil þetta bara ekki. Galin ákvörðun að bekkja hann.

Í stöðunni 1-0 leið manni eins og staðan væri 5-0 miðað við spilamennsku okkar manna. Þurftu eitt mark til að jafna leikinn en andleysið var algjört og baráttan sem við erum vön að sjá.

Gylfi Þór er oftast öruggur á vítapunktinum en hann klikkaði í dag. Við verðum þó að fyrirgefa honum það, hefur gert svo mikið fyrir þetta lið.

Við getum verið svo miklu rólegri á velinum. Þurfum einhvern veginn alltaf að flýta okkur að skalla boltann fram völlinn eða bara þruma honum langt. Sérstaklega þegar við erum undir, getum við ekki andað aðeins?

Fyrri hálfleikurinn var fínn af okkar hálfu en ég held að Nígeríumenn hafi viljað þetta svona. Keyrðu á okkur í seinni og það kostaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við