fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Jón Daði: Allir 11 leikmennirnir þurfa að eiga besta leik lífsins

Victor Pálsson
Föstudaginn 22. júní 2018 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson byrjaði hjá íslenska landsliðinu í dag er liðið tapaði 2-0 gegn Nígeríu á HM.

Jón Daði hefur oft verið hressari en eftir leikinn í dag en Ísland kom sér í erfiða stöðu með því að sækja ekki stig.

,,Þetta voru vonbrigði. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna. Það er stutt í næsta leik,“ sagði Jón Daði.

,,Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum að ná sigri gegn Króötum og það verður erfitt en við verðum að gera það.“

,,Ég veit ekki hvað gerist í seinni hálfleik. Við tölum um það að halda áfram á pedalanum eftir fínasta fyrri hálfleik og ef allt hefði gengið upp hefðum við átt að vera yfir í þessum leik.“

,,Svo kemur þetta mark eftir innkast frá okkur og þeir ná skyndisókn og við erum alltof opnir og þeir refsa og þá verður þetta erfiðara. Eftir annað markið var þetta virkilega brött brekka.“

,,Ég er spenntur fyrir Króatíuleiknum. Það verður flottur og erfiður leikur að fara í. Við þekkjum þá, þeir eru með heimsklassa lið, við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn.“

,,Allir 11 leikmennirnir á vellinum þurfa að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum og við þurfum að einblína á okkur sjálfa og leikinn.“

,,Persónulega fannst mér ég skila mínu nokkuð vel. Mér leið vel inni á vellinum og fannst ég vera ferskur og skilaði boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð uppi á topp, á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lofar að opna sig um hvað gekk á í Manchester er hann leggur skóna á hilluna

Lofar að opna sig um hvað gekk á í Manchester er hann leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nafngreinir fjóra sem ferðast ekki með Manchester United – Allir á sölulista í sumar

Nafngreinir fjóra sem ferðast ekki með Manchester United – Allir á sölulista í sumar
433Sport
Í gær

Hneig niður á heimili sínu: Staðan stöðug en ekki góð – ,,Sýnir hversu elskaður hann er um allan heim“

Hneig niður á heimili sínu: Staðan stöðug en ekki góð – ,,Sýnir hversu elskaður hann er um allan heim“
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ á Gyokores til Arsenal

Komið ‘Here we go’ á Gyokores til Arsenal
433Sport
Í gær

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill