fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Fabregas hrósar íslenska liðinu: Svona stöðvuðu strákarnir Messi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. júní 2018 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea og margreyndur landsliðsmaður Spánar, hrósar Íslandi fyrir spilamennskuna gegn Argentínu um liðna helgi.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður á 110 landsleiki að baki fyrir Spán en hann var þó ekki valinn í lokahópinn fyrir mótið í Rússlandi.

Í pistli sem hann skrifar fyrir BBC segir Fabregas að það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig íslenska liðinu tókst að stöðva Lionel Messi. Enginn einn leikmaður hafi haft það hlutverk að gæta hans sérstaklega en með marga menn fyrir aftan boltann hafi hann ekki fengið neitt pláss til að athafna sig.

„Að sjá Messi stöðvaðan gerist ekki oft, svo það verður að hrósa Íslandi fyrir það hvað þeir gerðu það vel. Ég sá að Messi færði sig aftar á völlinn eftir því sem leið á leikinn og reyndi að láta hlutina gerast þar,“ segir Fabregas og bendir á að afleiðing þess hafi verið að Messi var ekki lengur með boltann þar sem hann er hættulegastur, upp við mark íslenska liðsins.

„Þú vilt hafa hann hátt á vellinum svo hann geti fengið boltann á síðasta þriðjungi vallarins. Þar getur hann látið hlutina gerast. Ef honum finnst hann ekki fá nógu mikla þjónustu þá færir hann sig dýpra og dýpra og það er ekki góðs viti fyrir argentínska liðið.“

Fabregas bendir á að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá Messi og argentínska liðinu í 3-0 tapinu gegn Króatíu í gærkvöldinu og í 1-1 jafnteflinu gegn Íslandi. Argentínska liðið virki brotið og það sé ekki Lionel Messi að kenna að svo sé. Staðreyndin sé sú að hann vanti betri leikmenn í kringum sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við