fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Einkunnir eftir sárgrætilegt tap gegn Nígeríu – Gylfi skástur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júní 2018 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Volgograd:

Ísland mátti þola tap í öðrum leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag. Liðið tapaði 2-0 í Volgograd fyrir Nígeríu.

Leikur Íslands hefur oft verið betri en Heimir Hallgrímsson fór í 4-4-2 leikkerfið fyrir leikinn.

Ahmed Musa skoraði fyrra mark Nígeríu snemma í síðari hálfleik þegar íslenska liðið opnaði sig. Hann refsaði svo aftur síðar í leiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði svo á vítaspyrnu sem Alfreð Finnbogason fiskaði.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Hannes Þór Halldórsson 6
Gerði sig ekki sekan um nein mistök í leiknum og gat ekkert gert í mörkunum

Birkir Már Sævarsson 5
Var ekki að eiga sinn besta leik eins og aðrir í liðinu.

Ragnar Sigurðsson (´65) 6
Stóð vaktina í vörninni vel, höggið þunga á höfuðið varð til þess að hann fór af velli

Kári Árnason 5
Fínn framan af en það dróg mikið af honum í leiknum og átti hann ekki séns í öðru marki Nígeríu.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Var ekki í stöðu í marki Nígeríu, var mættur fram og skildi mikið pláss eftir á hægri væng Nígeríu sem þeir nýttu sér.

Rúrik Gíslason 4
Tókst ekki að koma inn af þeim krafti sem vonaðist hafði verið eftir, komst lítið áleiðis.

Aron Einar Gunnarsson (´87)  5
Var í fínu lagi framan af leik en síðan kláraðist bensínið á tanktnum og þá var þetta ekki gott.

Gylfi Þór Sigurðsson 6 – Maður leiksins
Besti leikmaður Íslands úti á vellinum en vítaspyrnan var hræðileg.

Birkir Bjarnason 5
Það fór lítið fyrir Birki, duglegur í varnarvinnu en lítið fram á við.

Alfreð Finnbogason 6
Gerði vel í að fiska vítaspyrnuna og var manna hættulegastur í liðinu.

Jón Daði Böðvarsson (´71) 4
Kom ekki inn með þann kraft og þau gæði sem við þurftum.

Varamenn:

Sverrir Ingi Ingaosn (´65) 5
Kom inn í hjartað og skilaði ágætis verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Liverpool sé byrjað að ræða við Rodrygo

Segir að Liverpool sé byrjað að ræða við Rodrygo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lofar að opna sig um hvað gekk á í Manchester er hann leggur skóna á hilluna

Lofar að opna sig um hvað gekk á í Manchester er hann leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims
433Sport
Í gær

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Aston Villa hló að tilboði Manchester United

Aston Villa hló að tilboði Manchester United