fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Eyjólfur, Kristján og Gunnlaugur í Volgograd – „Ég er búinn að sjá tvær og ég drap þær báðar“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menning, stemning, saga, bjór – þetta er klikkað, allt eins og það á að vera,“ segir Kristján „Maradona“ Ingólfsson sem var í góðu skapi í Volgograd í dag þegar 433.is kíkti á Fan Zone. Íslendingar eru farnir að tínast til borgarinnar en gert er ráð fyrir um tvö þúsund Íslendingum á leikinn gegn Nígeríu á morgun.

Talvert hefur verið rætt um skordýrafaraldur í borginni að undanförnu og hefur umræðan einkum snúist um mýflugur annars vegar og moskítóflugur hins vegar. Kristján segist ekki hafa miklar áhyggjur af þeirri umræðu. „Ég er búinn að sjá tvær og ég drap þær báðar.“

Kristján segist bjartsýnn fyrir leikinn á morgun. „Ég er búinn að tala við þrjá mismunandi Guði og töfralækni um daginn og við erum að vonast til að lækka hitann í veðrinu aðeins. Ég held að 3-1 fyrir Ísland verði sanngjörn úrslit.“

Eyjólfur Vestmann Ingólfsson var einnig bjartsýnn en hann var í stúkunni þegar Ísland gerði jafntefli við Argentínu í fyrsta leik okkar í keppninni. Hann segist þó hafa viljað vinna þann leik, eðlilega, og gerðist svo djarfur að spá því að Ísland færi alla leið í úrslitaleik mótsins gegn Þjóðverjum.

Gunnlaugur Þorgeirsson segist hafa spáð því fyrir leik Íslands og Argentínu að hann myndi enda með jafntefli, 1-1. Hann segist ekki eiga von á öðru en að Ísland vinni Nígeríu, 2-1 og fari upp úr riðlinum.

Spjallið við þessa þrjá hressu stuðningsmenn má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við