Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Volgograd:
Aldrei hafa fleiri Íslendingar horft á einn íþróttaviburð eins og á leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag.
99,6 prósent af því fólki sem var að horfa á sjónvarpið sitt. Var með stillt á leik Íslands.
Aron var spurður út í þennan ótrúlega stuðning en hvað voru þessi 0,4 prósent að horfa á?
,,Við höfum alltaf talað um hversu mikinn stuðning við fáum frá Íslandi og þetta sýnir hve margir vilja að við stöndum okkur vel. Ég veit ekki hvað þessi 0,4 prósent voru að horfa á en þau hljóta að hafa sofnað,“ sagði Aron.
,,Þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt og fólk vill sýna okkur stuðning. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að finna þessa samstöðu. Við erum að gera þetta fyrir alla heima líka, þess vegna leggjum við allt í sölurnar innan vallar.“