fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Heimir og Helgi hafa tekið næsta skref með liðið – ,,Eigum ekki að gleyma því sem Lagerback gerði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason sátu fyrir svörum í Rússlandi í dag á fréttamannafundi.

Hannes og Alfreð voru bestu menn Íslands í jafnteflinu gegn Argentínu í fyrsta leik á HM.

Þeir voru í dag spurðir um þau áhrif sem Lars Lagerback hafði á íslenskan fótbolta.

,,Lagerback gaf okkur rosalega mikið, kom á góðum tíma. Íslenskur fótbolti þurfti á honum að halda, manni með reynslur frá landsiðum. Við tókum mikið frá honum, hann gerði frábæra hluti. Við höfum tekið næsta skref eftir að hann fór, áhrif Lagerback eru þó enn til staðar,“
sagði Hannes um málið.

Alfreð tók í sama streng en sagði að Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson hefðu tekið liðið á næsta stig.

,,Hann setti upp leikstíl sem við notum enn í dag, gerði margt frábært fyrir íslenskan fótbolta. Einbeiting núna er á þetta starfslið sem kom okkur á HM, þjálfararnir hafa tekið næsta skref. Við höfum fleiri útfærslur af leikkerfum, fleiri leikmenn sem geta tekið þátt og hafa meiri reynslu. Við eigum ekki að gleyma því hvað hann gerði en einbeitingin núna á HM, á að vera á liðið sem er hér núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu varnarmanns

Arsenal staðfestir komu varnarmanns
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Í gær

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí