Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
Alfreð Finnbogason er nokkuð sama um það hvort Lionel Messi sé ósáttur með leikstíl Íslands.
Messi sagði eftir 1-1 jafntefli liðanan á laugardag að Ísland hefði ekki reynt að spila fótbolta.
Agaður varnarleikur Íslands fór í taugarnar á Messi í leiknum þar sem hann komst lítið í átt að markinu.
,,Það er ekki ein rétt leið til að spila fótbolta, það eru margar leiðir að sömu úrslitunum,“ sagði Alfreð þegar hann var spurður um ummæli Messi.
,,Við hefðum getað spilað sóknarbolta, Messi hefði verið ánægður og þeir hefðu unnið 5-0.“
,,Við spiluðum okkar leikstíl, það hefur fært okkur árangur. Fólk má hafa skoðun en okkur er sama.“