fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Dóri DNA upplifði sína bestu stund í Moskvu fyrir sex árum

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. júní 2018 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Dóri DNA er staddur í Rússlandi þessa stundina en hann og strákarnir í Mið-Ísland héldu uppistand fyrir strákana í kvöld.

Dóri elskar að vera í Rússlandi en hann trúlofaðist þar fyrir sex árum sem kannski ekki margir vissu.

,,Ég elska Rússland. Ég nefnilega á það á aðra að ég trúlofaði mig í Moskvu í ferðalagi með konunni minni,“ sagði Dóri.

,,Ég er með Moskvu svolítið í hjartanu. Þetta var fyrir sex árum síðan og borgin hefur breyst töluvert á þessum sex árum, einhvern veginn hefur lifnað yfir henni.“

,,Ég var á leiknum á laugardaginn, sat fyrir aftan tólfuna og var í hjarta víkingaklappsins. Þetta var rosalegt. Ég held að ég hafi fengið sjö hjartaáföll yfir leiknum. Ég var farinn að bryðja hjartatöflur í hálfleik.“

Dóri veðjaði stórt á að Ísland myndi vinna Argentínu í fyrsta leik en hann telur að það veðmál hafi hjálpað strákunum.

,,Strákarnir hafa séð veðmálið og það setti meiri anda í þá. Ég sé ekkert eftir þessum peningum.“

,,Nei ég mun ekki leggja neitt á Nígeríuleikinn. Nú er veðmáladögum mínum bara lokið. Ég hefði mögulega haldið áfram ef ég hefði unnið eitthvað.“

Nánar er rætt við Dóra hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við