fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg tölfræði Hannesar gegn Messi og Ronaldo – Sjáðu myndina

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 09:09

Hanens Þór og Schram á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í gær. Hannes varði meðal annars vítaspyrnu frá Lionel Messi, sem að margra mati er besti knattspyrnumaður sögunnar. Hannes hefur því væntanlega getað lagst sáttur á koddann í gærkvöldi.

Meðfylgjandi mynd getur Hannes líka haft til hliðsjónar og sýnt barnabörnunum þegar fram líða stundir. Hún sýnir nefnilega býsna magnaða tölfræði hans gegn Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Messi og Ronaldo hafa borið höfuð og herðar yfir aðra knattspyrnumenn á undanförnum árum og nánast skorað mörk að vild. Þeir eru tveir markahæstu leikmenn í sögu Meistaradeildarinnar, hafa unnið titilinn besti knattspyrnumaður heims mörg undanfarin ár og eru markahæstu leikmenn sinna þjóða frá upphafi.

En það er eitt sem þeir hafa ekki afrekað. Það er að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, markverði íslenska landsliðsins, á stórmóti. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér átti Messi ellefu skot á markið í gær en skoraði ekki. Þegar Ísland mætti Portúgal á EM 2016 átti Ronaldo einnig ellefu skot á markið en, eins og Messi, mistókst honum að skora.

Ekki lítið afrek gegn tveimur langbestu knattspyrnumönnum sinnar kynslóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis