fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Fréttamaður ræddi við íslenskan stuðningsmann: Áttaði sig síðar á að hann er faðir leikmanns í liðinu – Myndband

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er fámennt land og það virðist aldrei hætta að koma heimspressunni á óvart. Flest okkar könnumst við einhvern í liðinu eða teyminu í kringum það, eða í það minnsta könnumst við einhvern sem gerir það.

Fyrir leik Íslands og Argentínu í gær tók erlendur fréttamaður viðtal við íslenskan stuðningsmann sem reyndist síðan vera faðir eins leikmanns í íslenska liðinu.

Umræddur fréttamaður heitir Michael Place og vinnur hann fyrir Xinhua-fréttaveituna í Kína. Hann var mættur fyrir utan Spartak-völlinn til að taka púlsinn á stuðningsmönnum fyrir leik og einn þeirra sem hann ræddi við var Guðmundur Örn Jóhannsson. Guðmundur er pabbi landsliðsmannsins Jóhanns Berg en það vissi Place ekki áður en viðtalið var tekið.

Í viðtalinu er Guðmundur spurður í leikinn og möguleika Íslands. Hann segir að Ísland eigi möguleika en hann sé persónulega sérstaklega spenntur því sonur hans er að fara spila. Þá kemur upp skemmtilegur svipur á fréttamanninn sem spyr hann út í hver sonur hans er. Þá kemur það upp úr krafsinu að sonurinn er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis