Nú þegar ein og hálf klukkustund er í leik Íslands og Argentínu í Moskvu er mikill fjöldi af fólki komið að vellinum.
Mannhafið var hins vegar flest allt í litum Argentínu, Íslendingar sáust þó.
Ljóst er að miklu fleiri stuðningsmenn Argentínu verða á vellinum í Moskvu sem tekur 45 þúsund.
Fimm þúsund Íslendingar verða á vellinum og munu þeir láta vel í sér heyra.
Strákarnir okkar mættu til leiks áðan og eru klárir í slaginn.