Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:
Ísland náði í sögufrægt jafntefli í sínum fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Jafntefli gegn Argentínu.
Kun Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en adam var ekki lengi í paradís. Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn skömmu síðar.
Framherjinn knái byrjaði ekki neinn leik á EM í Frakklandi en byrjaði í dag og þakkaði traustið.
Argentína pressaði stíft á okkur í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnu. Hana varði Hannes Þór Halldórsson frá Lionel Messi. Magnað augnablik.
Íslenska liðið hélt út og náði í frábært stig. Næsti leikur er gegn Nígeríu, næsta föstudag.
Myndasyrpa úr leiknum er hér að neðan.