fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Sampaoli: Að sjálfsögðu á Messi að nýta þetta víti

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, hafði mikið að segja eftir leik gegn Íslandi á HM í Rússlandi í dag.

Argentína gerði 1-1 jafntefli við Ísland í fyrsta leik riðlakeppninnar. Sampaoli hafði þetta að segja eftir leikinn.

Hvernig líður þér eftir leikinn og hvað vantaði til að vinna í dag?

,,Við komum alltaf til leiks til að vinna. Þess vegna erum við argir núna. Við vorum mjög ákveðnir og ætluðum að vinna lið sem er með mjög góða varnarlínu og þeir voru mikið í eigin vítateig,“ sagði Sampaoli.

,,Við reyndum að skapa okkur færi en hvað getur maður gert? Við erum að byrja og verðum að læra af þessari reynslu. Ég er viss um að þessi hópur hefur styrk til að fara í næsta leik.“

Hvað þarf að laga? Sóknina því vörnin var betri?

,,Hver leikur er öðruvísi. Markið sem við fengum á okkur, við vorum ekki nógu fljótir að skipta á milli manna. Í seinni hálfleik tókst okkur að láta þeim líða frekar illa en þeir tóku vel á móti okkar í vörninni.“

,,Hvað snertir okkar leikstíl ætlum við að reyna að særa andstæðinginn og Nígería og Króatía eru, eins og Ísland, með sterka varnarlínu. Þetta er mjög erfiður riðill.“

Caballero. Var hann valinn vegna þess að hann getur spilað með fótunum og mun Salvio spila áfram?

,,Þegar þú berð saman Caballero og hina. Hann getur ekki bara spilað með fótunum og hefur marga kosti sem markmaður. Við veljum hann út af öllum kostunum sem hann hefur.“

,,Salvio er möguleiki sem við sáum í þessum leik og töldum að við gætum orðið skeinuhættir hægra megin og þess vegna völdum við hann.“

Þú fagnaðir vítaspyrnudóminum. Hélstu að þetta væri pottétt mark?

,,Víti er alltaf gott tækifæri og í jöfnum leik sem var eins knappur og hann var í dag og við héldum að sjálfsögðu að við gátum unnið leikinn.“

Hvernig fannst þér Messi í dag? Klúðraði víti.

,,Til þess að meta vinnu hans er erfitt. Þetta var erfiður leikur, óþægilegur því Ísland lék mjög varnarsinnað. Við gerðum allt sem við gátum til að Argentína myndi vinna, án þess að vera að greina frammistöðu hvers leikmanns. Leo á eftir að verða okkur að miklu gagni í framtíðinni.“

Þið komuð ekki til Ísraels. Var það bölvun?

,,Hvað snertir vináttuleikinn við Ísrael þá held ég að við höfum skilið að það gæti orðið okkur til trafala íþróttalega. Ég tók ekki þessa ákvörðun, heldur forseti knattspyrnusambandsins.

Vantaði eitthvað í sóknarleikinn?

,,Kannski þurfum við að vera meira skapandi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu upp vinstri kantinn og voru lengi að fara af boltanum. Áttum að nota yfirtöluna á vinstri vængnum og þrýsta meira á þá þar. Og að sjálfsögðu nýta vítið sem við fengum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“