fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Raggi Sig: Ég skil ekki hvernig hann fór að þessu

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, gat sætt sig við stig í dag er liðið mætti Argentínu á HM.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna en Raggi er viss um það að við getum gert enn betur.

,,Þetta er ekki toppurinn en þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við hefðum tekið þessi úrslit fyrir leikinn,“ sagði Raggi.

,,Mér fannst samt að við hefðum getað gert ennþá betur. Þetta er fyrsti leikurinn og við spiluðum mjög varnarsinnað, meira en við vonuðumst eftir.“

,,Við verðum að átta okkur á því að við erum að spila við bestu menn í heimi og endum á því að bakka mikið en við gerðum það sem við þurftum.“

Raggi og félagar spiluðu gegn nokkrum af bestu sóknarmönnum heims í dag og hann tók vel eftir því.

,,Það er munur á þessu. Ég finn sérstaklega fyrir því í markinu þegar ég geri smá mistök, ég reyni að fara í boltann frekar en að standa með honum þannig ég missi hann hálft skref frá mér og ég skil ekki hvernig hann nær að troða þessum bolta upp í samskeytinn.“

,,Hann er í engum balance á leiðinni frá markinu og tekur hann með vinstri. Þetta er munurinn sem við tölum um. Maður má ekki missa hálfan metra gegn einum besta striker í heimi.“

,,Við verðum að reyna að komast framar á völlinn og spila meri sóknarbolta í næsta leik þannig að strákarnir fyrir framan okkur verði ekki bara alveg búnir.“

,,Við höfum sýnt það að við getum unnið hvern sem er. Við ætluðum okkur sigur en við tökum stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“