fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Maradona hughreystir argentínsku þjóðina og bendir á athyglisverða staðreynd

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. júní 2018 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínski snillingurinn Diego Maradona, einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, reynir nú að hughreysta argentínsku þjóðina eftir vonbrigðin gegn Íslandi í dag. Lokatölur 1-1 í frábærum leik.

Þetta gerir Maradona í færslu á Instagram en hann var á vellinum og sá sína menn spila. Í færslunni bendir hann á að Argentína hafi byrjað á að tapa sínum fyrsta leik á HM 1990. Þá tapaði Argentína óvænt gegn Kamerún, 1-0, en Maradona var fyrirliði argentínska liðsins.

„Og þrátt fyrir meiðslin og þrátt fyrir allt þá komumst við í úrslitaleikinn,“ sagði Maradona en Vestur-Þjóðverjar urðu heimsmeistarar þetta ár eftir 1-0 sigur. Andreas Brehme skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. En Maradona hvetur landa sína til að örvænta ekki og gefast ekki upp.

„Við þurfum að halda áfram, vera hvetjandi. ÁFRAM ARGENTÍNA.“

https://www.instagram.com/p/BkF1w1CB1My/?hl=en&taken-by=maradona

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli

Besta deildin: Jafnt í fyrsta leiknum á nýjum KR-velli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona selur leikmann til Benfica

Barcelona selur leikmann til Benfica
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“