Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í dag er íslenska landsliðið mætti Argentínu á HM í Rússlandi.
Óljóst er hversu alvarleg meiðsli Jóhanns eru og hvort hann geti spilað næsta leik gegn Nígeríu.
,,Ég veit það ekki, þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann um alvarleika meiðslana eftir leikinn.
,,Ég fæ eitthvað í kálfann og þurfti að fara útaf af þeim sökum og við sjáum til á morgun hvernig ég er.“
,,Það er ekkert hægt að segja núna. Þetta var nógu slæmt til þess að ég þyrfti að fara útaf. Við sjáum hvernig ég er á morgun.“
,,Þetta var erfitt móment en þetta er hluti af fótboltanum. Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu en maður verður að vona það besta.“
,,Vonandi að ég nái eitthvað af þessu móti það sem eftir er en auðvitað er hundleiðinlegt að lenda í því að þurfa að fara útaf.“
,,Ég var bakvörður allan leikinn, allir voru að verjast mikið og það voru ekki mikið af möguleikum fram á við.“
,,Þegar við sóttum, sérstaklega í fyrri hálfleik þá áttum við fleiri hættulegri færi en þeir og það sýnir kraftinn í þessu liði en þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur.“