fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Jói Berg: Vonandi get ég spilað meira á þessu móti

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í dag er íslenska landsliðið mætti Argentínu á HM í Rússlandi.

Óljóst er hversu alvarleg meiðsli Jóhanns eru og hvort hann geti spilað næsta leik gegn Nígeríu.

,,Ég veit það ekki, þetta verður bara að koma í ljós,“ sagði Jóhann um alvarleika meiðslana eftir leikinn.

,,Ég fæ eitthvað í kálfann og þurfti að fara útaf af þeim sökum og við sjáum til á morgun hvernig ég er.“

,,Það er ekkert hægt að segja núna. Þetta var nógu slæmt til þess að ég þyrfti að fara útaf. Við sjáum hvernig ég er á morgun.“

,,Þetta var erfitt móment en þetta er hluti af fótboltanum. Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu en maður verður að vona það besta.“

,,Vonandi að ég nái eitthvað af þessu móti það sem eftir er en auðvitað er hundleiðinlegt að lenda í því að þurfa að fara útaf.“

,,Ég var bakvörður allan leikinn, allir voru að verjast mikið og það voru ekki mikið af möguleikum fram á við.“

,,Þegar við sóttum, sérstaklega í fyrri hálfleik þá áttum við fleiri hættulegri færi en þeir og það sýnir kraftinn í þessu liði en þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við